Frekar vetrarlegt í veðurkortunum næstu daga. Norðaustlæg átt ríkjandi, frekar stíf í dag með éljagangi fyrir norðan, en talsverðri snjókomu á Austfjörðum fram eftir degi. Hægari vindur sunnan- og suðvestantil á landinu léttir smám saman til í dag og því útlit fyrir fallegt veður sem tilvalið er til útivistar.
Hvassari norðaustanátt á morgun og stormur á stöku stað norðvestantil og við suðausturströndina. Áfram vætusamt norðan- og austantil, en hlýnar heldur í veðri og því má gera ráð fyrir að úrkoman falli sem slydda eða rigning við sjávarsíðuna, en snjókoma inn til landsins og til fjalla. Ferðalangar á þeim slóðum ættu því að fylgast vel með ástandi vega og veðurspám.
Þykknar heldur upp sunnan- og vestanlands á morgun, en gera má ráð fyrir að skýjabreiðan haldi sig í góðri hæð. Áframhaldandi austan- og norðaustanáttir í vikunni og heldur kólnandi og má búast við ofankomu í flestum landshlutum.
Veðurhorfur á landinu
Norðaustan 5-13 m/s, en vaxandi vindur á morgun, 13-23 seinnipartinn, hvassast NV-til og við SA-ströndina. Snjókoma eða él N- og A-lands og slydda eða rigning við A-ströndina, en þurrt S- og V-lands. Hiti 0 til 6 stig, en vægt frost í innsveitum N-lands. Frystir víða í kvöld og nótt. Spá gerð: 02.03.2019 16:11. Gildir til: 04.03.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Norðaustan 10-18 m/s, hvassast við SA-ströndina en heldur hægari síðdegis. Él, en léttskýjað á Suður- og Vesturlandi. Hiti 0 til 5 stig, en víða vægt frost í innsveitum.
Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:
Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 og víða él eða snjókoma, síðst þó V-lands. Frost 1 til 8 stig og kaldast í innsveitum, en frostlaust syðst.
Á föstudag:
Vaxandi austlæg átt með snjókomu en síðar slyddu eða rigningu, en úrkomulítið V- og N-lands. Hlýnandi.