Lagið Hatrið mun sigra með hljómsveitinni Hatara verður framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin verður í Tel Aviv í Maí.
Fimm lög hófu leikinn í Laugardalshöllinni en tvö þeirra komust í úrslitaeinvígið, Hatrið mun sigra með Hatara og Hvað ef ég get ekki elskað? með Friðriki Ómari. Þau höfðu betur í baráttunni við lögin Fighting for love í flutningi Töru Mobee, Mama Said í flutningi Kristinu Bærendsen og Moving On með Heru.
Umræða