-1.2 C
Reykjavik
Þriðjudagur - 31. janúar 2023
Auglýsing

Ölvaðir á bíl og fastir í skafli – Þrír bílar alelda

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

Klukkan hálf níu í gærkvöld var tilkynnt um bifreið fasta í snjó í runna á / við göngustíg í Breiðholti. Tveir menn voru handteknir á vettvangi grunaðir um ölvun við akstur. Mennirnir voru vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Þá var á sömu slóðum tilkynnt um eld í bifreið um hálf þrjú í nótt, á bifreiðastæði við fjölbýlishús í Breiðholti. Þrjár bifreiðar reyndust skemmdar / ónýtar og voru fluttar af vettvangi með Króki.
Rétt fyrir klukkan átta í gærkvöld var tilkynnt um eld í Borgarleikhúsinu. Starfsmaður var búinn að slökkva eldinn er lögregla og slökkvilið komu á vettvang. Talið að eldsupptök hafi verið vegna ljóskastara.
Bifreið var stöðvuð í austurbænum um klukkan tíu í gærkvöld og er ökumaðurinn grunaður um ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum. Þá var bifreið stöðvuð í Bankastræti rétt fyrir klukkan tvö í nótt og ökumaðurinn grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna. Bifreiðin reyndist jafnframt vera ótryggð og voru skráningarnúmer klippt af.
Klukkan 18:04 var tilkynnt um umferðaróhapp á Hafnarfjarðarvegi. Tjónvaldur er grunaður um ölvun við akstur og akstur án réttinda og var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.
Þá var tilkynnt um tjón á bifreiðum við Fellaskóla en þegar að var komi, var búið að skemma þrjár bifreiðar.
00:58 Tilkynnt um umferðaróhapp í Breiðholti. Bifreið ekið á ljósastaur og var ökumaðurinn farinn af vettvangi. Bifreiðin var mikið skemmd og flutt af vettvangi með Króki.