Talsvert óveður hefur verið á sunnanverðu landinu frá því í nótt og hátt í 30 m/s á Suðurlandi. Allt flug hefur legið niðri í allan dag og er áætlað að fyrstu vélarnar fari í loftið um hádegið en veðrið hefur gengið talsvert mikið niður, Flugstöðin er full af farþegum sem bíða eftir flugi og öll sæti þétt setin og fólk hefur orðið að hafst við á gólfinu vegna plássleysis.
Þá var ofsaveður á Reykjanesi í morgun og á Reykjanesbraut fauk m.a. sendibíll á hliðina um klukkan níu í morgun.
Umræða