þetta er ekki aprílgabb
Hjúkrunarfræðingurinn Jóhanna María Oddsdóttir, birtir opinberlega launaseðil sinn. Hún hefur verið starfandi í 25 ár og sótt að auki fjölda námskeiða á þeim tíma:
,,það er bara þannig að hér sjáið þið launaseðil hjúkrunarfræðings í 70% dagvinnu. Samanlögð starfsreynsla sem sjúkraliði (útskrift 1996) og hjúkrunarfræðingur (útskrift 2011) í tæp 25 ár með fjöldan allan af námskeiðum og fjölbreytta reynslu í lífinu. Jú ég stend vaktina fyrir ykkur öll alltaf ég lofa því en ríkið ætti að sjá sóma sinn í að ganga frá samningum við okkur.
Ég elska starfið mitt en hrós og klapp á öxlina er ekki það sem við lifum á. P.s þetta er ekki aprílgabb“ Segir Jóhanna María Oddsdóttir.
#hvarersamningurinn
https://www.facebook.com/photo.php?fbid=10219988501735382&set=a.2054316210025&type=3&theater
Umræða