• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Login
Fimmtudagur, 21. september 2023
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
Frettatiminn
No Result
View All Result

Mikilvægi vísindasamstarfs aldrei meira en nú

ritstjorn by ritstjorn
2. apríl 2020
in Erlent, Fréttir, Innlent
0
Share on FacebookShare on Twitter

„Kastljós heimsins hefur beinst að loftslagsmálum og mikilvægi norðurslóða á síðustu misserum en nú vofir einnig yfir okkur önnur sameiginleg ógn, afleiðingar COVID-19 á bæði heilsu okkar og efnahag. Það sem helst mun tryggja árangur þeirra aðgerða sem þjóðir heims grípa nú til vegna þeirra áskorana eru náin samvinna og áhersla á vöktun og miðlun vísindalegra gagna,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir í lokaávarpi sínu á fundi AOS (e. Arctic Observing Summit) í dag.
Markmið fundaraðar AOS er að leiða saman fólk sem kemur að rannsóknum og stefnumótum í málefnum norðurslóða í þeirri viðleitni að samhæfa viðbrögð og aðgerðir á alþjóðavísu og auka skilning á breytingum á norðurslóðum. Að þessu sinni tóku rúmlega 350 þátttakendur frá 28 löndum þátt í fundinum, þar á meðal fjölmargir sérfræðingar í málefnum frumbyggja og fulltrúar íbúa á norðurslóðum.
Fundurinn var liður í Vísindaviku norðurslóða sem staðið hefur yfir undanfarna daga. Háskólinn á Akureyri, Alþjóðlega Norðurskautsvísindanefndin (e. IASC) og Rannís stóðu að skipulagi Vísindavikunnar sem er jafnframt hluti af formennskuáætlun Íslands í Norðurskautsráðinu. Viðburðir hennar fóru fram með öðru sniði en stefnt var að þar sem þeim var eingöngu streymt á netinu þar sem reynsla og þekking Háskólans á Akureyri á því sviði komu sér vel.
Skýrsla fundarins verður mikilvægt innlegg á alþjóðlegum fundi vísindamálaráðherra um rannsóknasamstarf á norðurslóðum sem Ísland og Japan standa sameiginlega að í nóvember nk. Í aðdraganda þess fundar, sem fara mun fram í Tókýó, er lögð áhersla á að virkja vísindasamfélagið og íbúa á norðurslóðum til að fá fram þeirra sýn og sjónarmið sem geta nýst við mótun stefnu og aðgerða stjórnvalda.
Finna má upptökur frá viðburðum Vísindaviku norðurslóða á YouTube rás Alþjóðlegu Norðurskautsvísindanefndarinnar.

  • Bubbi er ósáttur

    Bubbi er ósáttur

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • ,,Ef þetta er rétt vantar um 20 milljarða í íslenskt hagkerfi á hverju ári“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Reyndist ekki vera leiðindaskarfur

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Mikilvægum áfanga náð í undirbúningi Sundabrautar

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
ADVERTISEMENT

Fréttatíminn © 2023

No Result
View All Result
  • Home
  • Landing Page
  • Buy JNews
  • Support Forum
  • Contact Us

Fréttatíminn © 2023

Welcome Back!

Login to your account below

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?