-0.2 C
Reykjavik
Þriðjudagur - 7. febrúar 2023
Auglýsing

Nýtt frumvarp veldur miklum vonbrigðum – Ekkert foreldrajafnrétti og Ísland enn mörgum árum á eftir norðurlöndunum

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Þetta frumvarp er gagnslaust fyrir bæði foreldra og börn

Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um skipta búsetu barns hefur nú verið afgreitt úr ríkisstjórn og samkvæmt því getur barn verið skráð í þjóðskrá með búsetu hjá báðum foreldrum. Félag um Foreldrajafnrétti gagnrýnir frumvarpið harðlega og lýsir félagið yfir miklum vonbrigðum með það og birta neðangreinda yfirlýsingu um málið: 

,,Þetta frumvarp breytir engu í raun nema að umgengisforeldri verður kallað búsetuforeldri. Sár vonbrigði.

Áfram er lögheimilisforeldri heimilt að rukka hitt foreldrið um meðlag þrátt fyrir jafna umgengni.
Ekkert foreldrajafnrétti og Ísland enn mörgum árum á eftir norðurlöndunum við að aðstoða báða foreldra jafnt við að sinna börnum sínum.
Sjá nánar hér https://www.althingi.is/altext/150/s/1215.html
Samkvæmt lögum á fólk að eiga lögheimili þar sem það býr. Þúsundir barna búa á tveimur heimilum og rannsóknir sýna að það er það form sem kemur best út fyrir börn fráskilinna foreldra. Af hverju vill löggjafinn ekki viðurkenna að þúsundir barna eiga tvö jafngild heimili?
Þegar barn er til skiptis hjá foreldrum sínum og umgengni jöfn er ljóst að báðir foreldrar bera sama kostnað af framfærslu barnsins. Hvernig getur það staðist jafnræðisreglu að annað foreldrið geti krafið hitt um meðlag þegar málum er svona háttað?
Þetta frumvarp er gagnslaust fyrir bæði foreldra og börn.
———-
Lítið en mikilvægt skref í rétta átt fyrir foreldrajafnrétti.
Þarna fá foreldrar „heimild“ til að semja um að barnið barnið eigi tvö heimili í þjóðskrá og breyta fyrirkomulagi meðlags t.d. að fella það niður ef báðir foreldrar eru því samþykkir.
Í raun þýðir þetta að ekkert breytist nema að lögheimilisforeldrar séu til í það.
Nú er sameiginleg forsjá meginregla við skilnað foreldra og jöfn umgengni algengasta fyrirkomulagið – enda sýna rannsóknir að jöfn umgengni við báða foreldra kemur best út fyrir börnin.
Tvöföld búseta barns ætti sjálfkrafa að vera skráð í þjóðskrá, barnabætur að deilast jafnt og meðlag að falla niður þegar umgengni er því sem næst jöfn, enda bera báðir foreldrar sama kostnað af því að búa barninu heimili.“ Segir í grein Félags um Foreldrajafnrétti um frumvarpið.

———————————–

Um Foreldrajafnrétti

Rannsóknir sýna að skilnaðarbörnum sem njóta uppeldsis beggja foreldra sinna eftir skilnað hafa það betra en börn sem aðeins búa hjá öðru foreldrinu. Þá hefur líka verið sýnt fram á að jöfn skipting á ábyrgð og umgengni foreldra stuðlar að jafnari tækifærum foreldranna á vinnumarkaði. 

Samkvæmt 18. gr. Barnasáttmálans er kveðið á um jafna ábyrgð foreldra á börnum sínum og skyldu stjórnvalda til að styðja foreldra við að rækja uppeldisskyldur sínar. Mikið vantar upp á að stjórnvöld á Íslandi geri það en í því sambandi má nefna að það foreldri sem ekki er með lögheimili barns er ekki skráð sem foreldri í þjóðaskrá og nýtur einskis stuðnings við að sinna skyldum sínum gagnvart börnum sínum.

18. gr. Barnasáttmálans er náskylt ákvæði 5. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (CEDAW). Í 5. gr. CEDAW er meðal annars lögð áhersla á að viðurkenna sameiginlega ábyrgð karla og kvenna á uppeldi barna sinna og þroska þeirra. Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur áréttað að stjórnvöld sem eiga aðild að Barnasáttmálanum leggi áherslu á að báðir foreldrar sinni umönnun og uppeldi barna burt séð frá því hvort foreldrar búa saman eða á tveimur heimilum (Hrefna Friðriksdóttir. (2011). Heimild dómara til að dæma sameiginlega forsjá. Tímarit lögfræðinga, 61, 273-326).

https://twitter.com/aslaugarna/status/1245408646642704390/photo/1