Hugleiðingar veðurfræðings
Suðvestanátt og milt veður í dag. Vindurinn nær sér vel á strik norðan heiða og þar má búast við snörpum vindstrengjum við fjöll. Léttskýjað á austanverðu landinu, annars skýjað en úrkomulítið fram á kvöld. Suðvestan hvassviðri eða stormur á morgun, þó heldur hægari suðvestanlands. Súld eða rigning, en þurrt á Austurlandi. Snýst í norðan 10-15 um kvöldið með snjókomu eða éljum og kólnar ört. Stíf norðanátt með éljum og talsverðu frosti á páskadag, élin ná þó tæpast suður yfir heiðar. Síðdegis er útlit fyrir hvassviðri eða storm austantil á landinu, sannkallað páskahret.
Veðuryfirlit
350 km S af Vestmannaeyjum er 1040 mb hæð, sem hreyfist ASA, en skammt N af Scoresbysundi er vaxandi 1015 mb lægðardrag á N-leið. Í fyrramálið myndast 1010 mb lægð á Grænlandssundi, sem hreyfist SA og dýpkar. Samantekt gerð: 02.04.2021 07:28.
Veðurhorfur á landinu
Suðvestan 10-18 m/s á N-verðu landinu í dag og snarpir vindstrengir við fjöll. Yfirleitt mun hægari vindur syðra. Léttskýjað A-lands, annars skýjað og fer að rigna á SV- og V-landi um kvöldið. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast SA- og A-lands.
Suðvestan 15-23 m/s og súld eða rigning á morgun, en þurrt á A-landi.
Snýst í norðan 10-15 síðdegis og um kvöldið með snjókomu eða éljum, fyrst NV-til. Ört kólnandi veður.
Spá gerð: 02.04.2021 04:27. Gildir til: 03.04.2021 00:00.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðvestan 3-8, skýjað og smásúld öðru hverju í dag. Hiti 4 til 7 stig. Suðvestan 10-15 og súld eða rigning á morgun, norðvestlægari um kvöldið með éljum og kólnar.
Spá gerð: 02.04.2021 04:16. Gildir til: 03.04.2021 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag (páskadagur):
Norðan 15-23 m/s, hvassst austast, en dregur talsvert úr vindi V-lands síðdegis. Éljagangur á N-verðu landinu, en víða léttskýjað sunnan heiða. Frost 4 til 15 stig, mest inn til landsins.
Á mánudag (annar í páskum):
Norðvestan og vestan 8-13 m/s og él, en bjartviðri SA-lands. Frost víða 1 til 8 stig, en frostlaust við SV-ströndina.
Á þriðjudag:
Fremur hæg vestlæg átt og bjart með köflum. Frost víða 0 til 8 stig, en frostlaust á S- og V-landi.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir norðaustanhvassviðri með snjókomu víða um land og herðir á frosti.
Á fimmtudag:
Líklega stíf norðanátt með éljum og talsverðu frosti, en björtu veðri S- og V-lands.
Spá gerð: 02.04.2021 08:26. Gildir til: 09.04.2021 12:00.