Lík fannst í fjörunni við Fitjar í Reykjanesbæ fyrr í dag. Þetta staðfestir lögreglan í samtali við fréttastofu rúv sem birti fyrst frétt af málinu.
Ekki er talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað en málið er til rannsóknar.
Lögreglan vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað og sagðist ætla að senda út tilkynningu, sem barst um klukkan hálf fjögur.
„Í hádeginu í dag barst lögreglunni á Suðurnesjum tilkynning um líkfund við fjöruborðið við Fitjabraut í Reykjanesbæ. Rannsókn málsins er á frumstigi og ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu,“ segir í tilkynningunni.