Klukkan sjö í morgun sigldi Herjólfur sína fyrstu ferð á þessu ári til Landeyjahafnar. Síðustu daga hefur sandi verið dælt úr höfninni og er hún nú orðin fær fyrir Herjólf.
Herjólfur siglir samkvæmt áætlun til Landeyjahafnar í dag. Lágmarksdýpi er á svæðinu og eru farþegar því beðnir um að fylgjast vel með tilkynningum. Á vefsíðu Herjólfs segir að dýpkun hafi gengið vel undanfarna daga og að dýpi í innsiglingu sé komið niður í það lágmark sem þurfi til. Áfram verði haldið að dýpka samhliða siglingum Herjólfs næstu daga.
Í gær voru miklar framkvæmdir og dýpkað í Landeyjahöfn. Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta var á staðnum.
Umræða