Samninganefndir flugmanna SAS og stjórnendur, komust að samkomulagi í kvöld og því er verkfalli flugmanna félagsins formlega lokið.
Flugfélagið SAS aflýsti samtals 709 flugferðum sem voru á áætlun í dag en öllu flugi var aflýst vegna verkfalls flugmanna en 54.000 farþegar áttu pantað flug í þeim 709 ferðum sem að nú hefur verið aflýst.
Mikil bjartsýni var í gær um að samningaviðræður sem að fara fram í Osló, mundu ganga vel og vonir voru uppi um að hægt væri að hefja flug klukkan 14.00 í dag, fimmtudag og samningsaðilar voru búnir að gefa út yfirlýsingar um að þeir teldu að samningaviðræður væru á réttri braut og að jafnvel væri stutt í að deilan leystist. Það hefur þó ekki gengið eftir. Eftir samningaviðræður síðan þá, hafa aðilar náð saman en yfir fjórtán hundruð flugmenn hafa verið í verkfalli frá því á föstudag og um fjögur þúsund flugferðum var aflýst og hafði áhrif á um þrjú hundruð þúsund farþega.
Umræða