Mikið var að gera hjá lögreglunni í gærkvöldi og nótt og voru rúmlega 100 mál skráð frá klukkan 17 til 05 í morgun. Fimmtán hávaðakvartanir voru í nótt og fimm ökumenn stöðvaðir vegna ölvunar og eða fíkniefnaaksturs.
Hér eru nokkur önnur mál sem komu inn á borð lögreglu.
Tveir aðilar handteknir í hverfi 105 grunaðir um sölu og dreifingu fíkniefna, vistaðir í fangaklefum.
Lögregla aðstoðað starfsfólk á hóteli í hverfi 105 við að vísa tveim karlmönnum og ein kona sem voru í annarlegu ástandi út af hótelinu þar sem þau voru til vandræða.
Ökumaður var stöðvaður í hverfi 105 eftir að hafa verið mældur á 135 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 60 kílómetrar á klst. Maðurinn færður á lögreglustöð þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.
Umferðaóhapp í Hafnarfirði þar sem kerra losnaði aftan úr bifreið og lenti framan á bifreið sem kom úr gagnstæðri átt, engine slys á fólki.
Ökumaður var stöðvaður í Hafnarfirði eftir að hafa verið mældur á 165 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80 kílómetrar á klst. Ökumaður færður á lögreglustöð þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.
Maður í mjög annarlegu ástand handtekinn í hverfi 111 þar sem hann var að henda búslóð sinni fram af svölum, eitthvað af hlutunum lentu á bifreiðum nágranna hans. Maðurinn vistaður í fangaklefa.
Maður var handtekinn í hverfi 110 vegna líkamsárásar og hótana, vistaður í fangaklefa.
Grjóti var hent inn um rúðu á íbúðarhúsi í hverfi 113, engin slys urðu á fólki.