Högni Hoydal fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Færeyja sagðist í þættinum Dagur og vika í færeyska Kringvarpinu í síðasta mánuði að hann hefði upplifað pólitískan þrýsting frá Íslandi, meðal annars frá íslenskum fyrirtækjum, stjórnmálamönnum og ráðherrum og þrýstingurinn tengdist Sjálfstæðisflokknum. Þetta hafi tengst vinnu við breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfi Færeyinga og eignarhald í færeyskum sjávarútvegi. Þetta kemur fram í frétt Rúv.is í dag.
Þar segir jafnframt að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins að flokkurinn hafi komið að athugasemdum við Færeyinga varðandi kvótakerfið þar í landi en Samherji hf. hefur fjárfest gríðarlega í kvóta í Færeyjum: „Nei, ég veit ekki af hverju menn kalla það þrýsting, það eru ekki nema eðlilegar athugasemdir að eignir manna verði ekki seldar á brunaútsölu.“ Sagði Bjarni Benediktsson m.a. í viðtali við Rúv.
Umræða