Hugleiðingar veðurfræðings
Nú hlýnar smám saman eftir kalda nótt, það var frost um nær allt land nema við suðurströndina. Austlæg átt í dag, víða 8-15 m/s, hvassast syðst, en hægari norðaustantil. Úrkomusvæði þokast inn á sunnanvert landið með rigningu eða slyddu, en norðanlands þykknar upp. Austan kaldi og rigning eða slydda á morgun, en norðaustan strekkingur með slyddu og jafnvel snjókomu norðvestantil síðdegis og þar kólnar niður undir frostmark. Á miðvikudag er síðan útlit fyrir minnkandi norðanátt. Dálítil él norðantil og stöku skúrir suðaustanlands. Hiti 0 til 10 stig, mildast syðst en kaldast fyrir norðan.
Veðuryfirlit
Við Lófót er 989 mb lægð á A-leið, en 1035 mb hæð er yfir Grænlandi. Um 600 km SV af Reykjanesi er 1013 mb lægð sem þokast NA.
Samantekt gerð: 02.05.2022 08:14.
Veðurhorfur á landinu
Austlæg átt 5-15 m/s í dag, hvassast með suðurströndinni. Víða rigning á sunnanverðu landinu upp úr hádegi, en lengst af þurrt norðan heiða. Hlýnandi, hiti 2 til 8 stig síðdegis. Austan og norðaustan 5-13 og rigning eða slydda á morgun, en norðaustan 10-18 norðvestantil síðdegis og snjókoma á Ströndum.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Austan 3-8 m/s og skýjað, en suðaustan 5-10 og dálítil rigning síðdegis. Hiti 2 til 8 stig. Bætir í úrkomu í nótt, en norðan kaldi og styttir upp annað kvöld.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Austlæg átt, 5-13 m/s og rigning eða slydda. Hiti 1 til 9 stig, mildast sunnanlands. Norðaustan 10-15 norðvestantil og snjókoma þar um kvöldið.
Á miðvikudag:
Norðlæg eða breytileg átt 5-13. Dálítil él á norðanverðu landinu og smáskúrir suðaustanlands, annars skýjað en yfirleitt þurrt. Hiti 0 til 10 stig að deginum, mildast syðst.
Á fimmtudag:
Breytileg og síðar vestlæg átt. Rigning eða slydda austanlands, annars skúrir eða él. Svalt í veðri.
Á föstudag:
Vestanátt og dálítil él, en að mestu þurrt á Suðaustur- og Austurlandi. Frost 0 til 5 stig um morguninn, en hiti 0 til 5 stig síðdegis.
Á laugardag:
Suðvestanátt og lítilsháttar rigning, en þurrt austanlands. Hlýnandi veður.
Á sunnudag:
Suðaustnátt og dálítil væta, en þurrt á Norður- og Austurlandi.
Discussion about this post