• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Sunnudagur, 13. júlí 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

Fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar

Fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
2. maí 2024
in Fréttir, Innlent
A A
0

Á Fjölmenningarþingi skapast einstakt andrúmsloft fyrir fólk af öllum uppruna til að miðla og skapa þekkingu sín á milli, eiga lífleg samskipti og góðan dag saman. Leiðarljós þingsins eru samskipti, lýðræði og viðhorf. 

Fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar verður haldið í Hinu Húsinu þann 4. maí 2024.

Þingið er mikilvægur vettvangur virkrar umræðu sem snertir á málefnum innflytjenda og fólks af erlendum uppruna. Reykjavíkurborg er fjölmenningarborg og eru um fjórðungur íbúa hennar af erlendum uppruna.

Sjónum verður beint að ýmsum málefnum sem eru í brennidepli svo sem tungumálum, bókmenntum, inngildingu og í fyrsta sinn verður málstofa sem er sérstaklega ætluð ungu fólki af erlendum uppruna og upplifunum þeirra í samfélaginu.

Mikilvægt er að skrá sig á málstofurnar. Með því að smella á heiti málstofunnar opnast skráningargáttin.

Dagskrá

10:00 – Setning

10:05-11:00

  • Kynning á fjölbreyttum verkefnum úr fjölmenningarborginni Reykjavík 

11:30-12:15 – Málstofur

  • Fjölmenningarfærni – sitjum við öll við sama borð?
    • Örnámskeið í fjölmenningarfærni.
  • Getur góð þýðing á bókmenntum falið í sér inngildingu?
    • Eliza Reid, forsetafrú, stýrir málstofu þar sem Hallgrímur Helgason, Veronika Egyed og Luciano Dutra ræða mikilvægi þýðinga á bókmenntum.
  • Hvernig þróum við samfélagstúlkun í breyttu samfélagi?
    • Birna Imsland byrjar á að rekja stuttlega þróunina á Íslandi undanfarið og stýrir að því loknu umræðum, þar sem þátttakendum gefst kostur á að tjá sig um framtíðarsýn varðandi samfélagstúlkun hérlendis og koma með tillögur að lausnum og leiðum.

12:15-12:45 

  • Hádegishlé. Léttar veitingar frá Á Bístró

12:45-13:30 – Málstofur

  • Opið, öruggt og kurteist samtal – spjall um fjölbreytileika og valdeflingu.
    • Fyrir ungmenni af erlendum uppruna á aldrinum 13-16 ára.
  • Íslenska töluð með hreim – hefur það áhrif á samskipti í daglegu lífi?
    • Stefanie Bade fjallar um að tala íslensku með hreim, hvernig hreimurinn tengist sjálfsmynd fólks og fleira.
  • „Farðu bara heim til þín“ samtal um menningarfordóma
    • Sema Erla Serdaroglu ræðir um menningarfordóma í alþjóðlegu og íslensku samhengi.

13:30-14:00 Kaffihlé

14:15-15:00 – Pallborð

  • Ekkert um okkur án okkar – Konur af erlendum uppruna í opinberri umræðu.
    • W.O.M.E.N bjóða til pallborðs sem skipað er konum frá fjölbreyttum stigum samfélagsins. Þær munu ræða stöðu, áskoranir og tækifæri kvenna og taka við spurningum úr sal.
  • Menningarsendiherrar
    • Komdu að hitta menningarsendiherra. Mirabela Blaga mun kynna störf þeirra og þær fjölmörgu áskoranir sem þau hafa tekist á við.

15:00 – Lokaatriði

  • Listamaðurinn Andervel lokar þinginu

Ensk útgáfa

Umræða
ShareTweet
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • Eru vegtollar lausnin?

    Hringveginum verður lokað í báðar áttir

    58 deilingar
    Share 23 Tweet 15
  • Ríflega 150% verðmunur á fiski – Veiðigjöld greidd í samræmi við heimatilbúið tombóluverð

    14 deilingar
    Share 6 Tweet 4
  • Veitingahúsið Eyri er fimm stjörnu og er við Hjalteyri

    9 deilingar
    Share 4 Tweet 2
  • Alvarlega slasaður vegna hnífsstungu

    8 deilingar
    Share 3 Tweet 2
  • Hitinn getur farið yfir 28 stig – mögulegt að met verði slegin

    3 deilingar
    Share 1 Tweet 1
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Viltu stykrja óháða blaðamennsku?

Með því að styrkja Fréttatímann gefur þú óháðri blaðamennsku sterkari rödd.


    This will close in 0 seconds

    Add New Playlist

    No Result
    View All Result
    • Fréttir
      • Innlent
      • Erlent
    • Viðskipti
    • Aðsent & greinar
    • Afþreying
    • Neytendur

    Fréttatíminn © 2023

    Are you sure want to unlock this post?
    Unlock left : 0
    Are you sure want to cancel subscription?