Á Fjölmenningarþingi skapast einstakt andrúmsloft fyrir fólk af öllum uppruna til að miðla og skapa þekkingu sín á milli, eiga lífleg samskipti og góðan dag saman. Leiðarljós þingsins eru samskipti, lýðræði og viðhorf.
Fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar verður haldið í Hinu Húsinu þann 4. maí 2024.
Þingið er mikilvægur vettvangur virkrar umræðu sem snertir á málefnum innflytjenda og fólks af erlendum uppruna. Reykjavíkurborg er fjölmenningarborg og eru um fjórðungur íbúa hennar af erlendum uppruna.
Sjónum verður beint að ýmsum málefnum sem eru í brennidepli svo sem tungumálum, bókmenntum, inngildingu og í fyrsta sinn verður málstofa sem er sérstaklega ætluð ungu fólki af erlendum uppruna og upplifunum þeirra í samfélaginu.
Mikilvægt er að skrá sig á málstofurnar. Með því að smella á heiti málstofunnar opnast skráningargáttin.
Dagskrá
10:00 – Setning
10:05-11:00
- Kynning á fjölbreyttum verkefnum úr fjölmenningarborginni Reykjavík
11:30-12:15 – Málstofur
- Fjölmenningarfærni – sitjum við öll við sama borð?
- Örnámskeið í fjölmenningarfærni.
- Getur góð þýðing á bókmenntum falið í sér inngildingu?
- Eliza Reid, forsetafrú, stýrir málstofu þar sem Hallgrímur Helgason, Veronika Egyed og Luciano Dutra ræða mikilvægi þýðinga á bókmenntum.
- Hvernig þróum við samfélagstúlkun í breyttu samfélagi?
- Birna Imsland byrjar á að rekja stuttlega þróunina á Íslandi undanfarið og stýrir að því loknu umræðum, þar sem þátttakendum gefst kostur á að tjá sig um framtíðarsýn varðandi samfélagstúlkun hérlendis og koma með tillögur að lausnum og leiðum.
12:15-12:45
- Hádegishlé. Léttar veitingar frá Á Bístró
12:45-13:30 – Málstofur
- Opið, öruggt og kurteist samtal – spjall um fjölbreytileika og valdeflingu.
- Fyrir ungmenni af erlendum uppruna á aldrinum 13-16 ára.
- Íslenska töluð með hreim – hefur það áhrif á samskipti í daglegu lífi?
- Stefanie Bade fjallar um að tala íslensku með hreim, hvernig hreimurinn tengist sjálfsmynd fólks og fleira.
- „Farðu bara heim til þín“ samtal um menningarfordóma
- Sema Erla Serdaroglu ræðir um menningarfordóma í alþjóðlegu og íslensku samhengi.
13:30-14:00 Kaffihlé
14:15-15:00 – Pallborð
- Ekkert um okkur án okkar – Konur af erlendum uppruna í opinberri umræðu.
- W.O.M.E.N bjóða til pallborðs sem skipað er konum frá fjölbreyttum stigum samfélagsins. Þær munu ræða stöðu, áskoranir og tækifæri kvenna og taka við spurningum úr sal.
- Menningarsendiherrar
- Komdu að hitta menningarsendiherra. Mirabela Blaga mun kynna störf þeirra og þær fjölmörgu áskoranir sem þau hafa tekist á við.
15:00 – Lokaatriði
- Listamaðurinn Andervel lokar þinginu