Ísland – Noregur 2-3 – Slök markvarsla og leikstjórn
Ekkert lið er betra en veikasti hlekkurinn. Veikasti hlekkurinn í liði Íslands voru markmaðurinn Frederik Schram sem að stóð sig með afburðum illa í leiknum og fékk á sig tvö algerlega óþörf mörk sem að þýddu það að Ísland tapaði fyrir norðmönnum í kvöld 3-2. Og hinn veiki hlekkurinn var Heimir Hallgrímsson, að hafa látið Frederik Schram spila og svo að hafa látið Ísland sækja svo fast eftir þriðja markinu í stað þess að halda 2-1 stöðu sinni.
Sóknin kom niður á vörninni og norðmenn náðu að jafna þegar að Frederik Schram missti boltann til norðmanna á einstaklega klaufalegan hátt og boltinn fór beint í mark Íslands. Mikið grín var gert að því þegar að val Heimis var gert opinbert á markmönnum liðsins og hlegið að gagnrýninni sem að þá var höfð uppi á blaðamannafundi.
Nú blasir við að sú gagnrýni er ekki eins hlægileg og þá var talið en á fundinum var Heimir sakaður um dómgreindarskort í vali á markmönnum fyrir landsliðið.
Íslenska liðið stóð sig mjög vel í seinni hálfleik og sýndi sína bestu hlið á köflum en það dugði ekki til.
Norskur blaðamaður frá Dagblaðinu í Noregi, spjallað við Lars Lagerbäck og norska knattspyrnuliðið skömmu eftir að þeir höfðu lent á Íslandi. Um kvöldið hélt Lagerbäck blaðamannafund á gamla vinnustaðnum sínum við Laugardalsvöll.
Og það var ekki laust við nostalgíu hjá íslenskum fjölmiðlum sem að spurðu hann hvernig honum liði að koma til landsins og vera með röngum liði.
En sögðu jafnframt ,,þú lítur vel út, en líður þér vel með það?“ Eða er þetta bara ný dagur á skrifstofunni?
Lagerbäck svaraði strax : – Það er sérstakt að koma hingað á ný, ég á svo marga vini hér. Ég þekki leikmennina. Stærstu stuðningsmennirnir eru ennþá hér. Þetta er mjög sérstakt sagði þjálfarinn: En nú liggur hollusta mín við Noreg.
Lagerbäck þjálfaði Íslenska liðið frá 2011 til 2016. Það mun líklega standa að eilífu sem það stærsta sem hann hefur gert sem þjálfara. Í EM árið 2016 tók hann liðið frá “sögu-eyju“ til fjórðungsúrslitanna. Það gerðist eftir að víkingarnir höfðu slegið út England, en í riðlinum var Frakkland of sterkt lið.
Nú er óskað eftir því að Lagerbäck muni ná sama kraftaverki með Noreg. Leikurinn í dag verður góður til þess að meta stöðuna.
Ísland fer á heimsmeistaramótið í Rússlandi undir stjórn Heimis Hallgrímssonar. Það er maður Lagerbäck þekkir vel eftir að hafa unnið saman. Margir á Íslandi töldu að 69 ára gamall maður myndi hætta störfum eftir Evrópumótið. Þeir voru því undrandi þegar hann tók við Noregi. Sumir töldu hann jafnvel brenglaðan. En þetta er Það sem að um er talað í norskum fjölmiðlum varðandi landsleikinn.