Flokkurinn er aðeins 0,3% frá því að detta af ríkisstyrknum

Flokkur fólksins mælist nú með aðeins 2,8% fylgi og hefur ekki verið lægra frá því að mælingar hófust. Til þess að ná sæti á Alþingi þurfa stjórnmálaflokkar að ná a.m.k. 5% fylgi. Fylgishrunið er það mikið að erfitt er að manna framboðslistana fyrir kosningarnar í september, því fáir vilja vera í sökkvandi skipi.
Nú er flokkurinn aðeins 0,3% frá því að detta af ríkisstyrknum, en flokkar þurfa að ná 2,5% til þess að fá ríkisstyrkinn. Fylgið hefur að mestu leiti færst yfir á Sósíalistaflokkinn en hann mælist nú með 5,6%.
Stjórnmálaskýrendur segja að líklegast hafi Sósíalistaflokkurinn toppað í þessari síðustu könnun, en hann fékk 6% í þeirri síðustu.
Umræða