Stærsta frétt vikunnar úr laxveiðinni er frábær opnun í Stóru-Laxá en áin er komin í 54 laxa eftir aðeins nokkurra daga veiði. Vonandi er þessi frábæra byrjun fyrirheit um það sem koma skal á vatnasvæði Hvítar og Ölfusár í kjölfar upptöku fjölmargra neta á svæðinu.
Þá er athyglisvert að Flókadalsá er komin í 87 laxa og er það einnig mjög góð byrjun. Árnar í Borgarfirði eru á ágætis róli og gaf vikan í Norðurá t.d. 111 laxa og er áin komin í 206 laxa. Norðan heiða er gangurinn misjafn en staðan virðist ágæt í Laxá í Aðaldal og er áin komin í 36 laxa. Landssambands veiðifélaga hefur tekið saman veiðina í laxveiðinni og hér að neðan er núgildandi tafla:
FLEIRI FRÉTTIR OG SPJALLIÐ ER OPIÐ HÉR
Umræða