Veðuryfirlit
Um 300 km A af landinu er hægt vaxandi 994 mb lægð sem hreyfist lítið, en þokast NA seint á morgun. Yfir V-Grænlandi er 1022 mb hæð.
Veðurhorfur á landinu
Norðan og norðvestan 5-13 m/s, hvassast austast. Skýjað að mestu og sums staðar dálítil væta, en bjartara sunnanlands. Vaxandi norðvestanátt með rigningu austantil á landinu í kvöld, 10-18 í nótt og á morgun, en mun hægari um landið vestanvert. Rigning norðan- og austanlands og hiti 6 til 12 stig, en skýjað með köflum sunnan- og vestanlands og hiti 10 til 19 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Norðvestan 3-8 m/s en norðan 5-10 á morgun. Skýjað með köflum og þurrt að kalla. Hiti 8 til 13 stig.
Gul viðvörun vegna veðurs: Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir og Suðausturland
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Norðvestan 8-15 m/s norðaustan- og austanlands, dálítil rigning og hiti 4 til 9 stig, en mun hægari sunnan- og vestanlands, bjart með köflum og hiti 10 til 17 stig.
Á þriðjudag:
Hæg suðvestlæg eða breytileg átt en norðvestan 5-10 norðaustantil fram eftir degi. Víða bjartviðri, en skýjað og lítilsháttar væta á vestanverðu landinu. Hiti 10 til 16 stig.
Á miðvikudag:
Suðvestan 5-10 og súld eða rigning með köflum, en lengst af þurrt fyrir austan. Hiti breytist lítið.
Á fimmtudag, föstudag og laugardag:
Útlit fyrir suðvestlægar áttir. Dálítil væta í flestum landshlutum, einkum um landið vestanvert. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Austurlandi.