5.6 C
Reykjavik
Föstudagur - 3. febrúar 2023
Auglýsing

COVID-sjúklingur í öndunarvél á Landspítalanum

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Tveir liggja núna á gjörgæslu Landspítalans með COVID-19 og er annar þeirra í öndunarvél. 15 eru á spítala með sjúkdóminn og er aldursbil þeirra frá 24 ára og upp úr. Undirbúningur að nýrri Covid-deild er hafin en rúv.is sagði fyrst frá.

Fimm voru lagðir inn á spítala í gær vegna sjúkdómsins, en tveir útskrifuðust. Nú liggja 15 inni vegna COVID-19, en 1.244 eru í einangrun. Smit hafa greinst í öllum landshlutum.

Landspítali er á hættustigi samkvæmt tilkynningu í gær. Ástæðan er faraldur COVID-19.

Staðan kl. 12 í gær var þannig: Tólf sjúklingar inniliggjandi á Landspítala með COVID-19, tíu á legudeildum og tveir á gjörgæslu. Tvær innlagnir voru í gær vegna COVID. Engar útskriftir voru síðastliðinn sólarhring. 1.216 eru í eftirliti á COVID göngudeild þar af 180 börn.

Einn er á rauðu en 28 einstaklingar flokkast gulir. 20 starfsmenn eru í einangrun, 19 í sóttkví A og 82 starfsmenn eru í vinnusóttkví.