Hjálp, barnið mitt er grænmetisæta
Jón Yngvi Jóhannsson er bókmenntafræðingur og lektor í íslenskum bókmenntum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Hann hefur skrifað um bókmenntir í blöð, tímarit og bækur undanfarna tvo áratugi, bæði á íslenskum vettvangi og erlendum. Í fyrra vor venti hann sínu kvæði í kross og gaf út matreiðslubókina Hjálp, Barnið mitt er grænmetisæta!
Matreiðslubók fyrir ráðvillta foreldra, vanafasta heimiliskokka, fátæka námsmenn og alla aðra sem ættu að borða meira grænmeti. Í kvöld ætlar hann Jón Yngvi Jóhannsson, að koma í Lífsstílskaffi í Gerðubergi og spjalla um matreiðslubókina sem hann gaf út í fyrra vor, sem heitir þessu skemmtilega nafni: Hjálp, barnið mitt er grænmetisæta.
Bókin er fyrir alla sem vilja borða meira grænmeti en ráðvilltir foreldrar eru sérstaklega hvattir til að mæta!
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Umsjón: Hólmfríður Ólafsdóttir verkefnastjóri, holmfridur.olafsdottir@reykjavik.is, S. 411-6114
Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
í kvöld, 5. september kl. 20.00-22.00