Atli Eðvaldsson fyrrverandi landsliðsfyrirliði og landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta er látinn. Knattspyrnusamband Íslands greinir frá þessu.
Atli glímdi við krabbamein síðustu ár og þeirri baráttu lauk í dag. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir Slóvökum á Laugardalsvelli kl. 18:45 og leikur með sorgarbönd.
Sif Atladóttir, dóttir Atla, er fastamaður í landsliðinu en verður ekki í hópnum í kvöld.
Atli var fæddur 3. mars 1957 í Reykjavík og var því 62 ára gamall. Hann spilaði 70 landsleiki fyrir Ísland og þjálfaði karlalandsliðið frá 1999-2003. Síðast þjálfaði hann hjá sænska liðinu Kristianstad en hætti í fyrra.
Atli Eðvaldsson látinn
Ísland - Andorra 3-0, (3-0), VL - Reykjavík, Laugardalsvöllur, 21. ágúst 2002.
Árni Gautur Arason (Kjartan Sturluson 75.), Gylfi Einarsson (Sævar Þór Gíslason 62.), Arnar Þór Viðarsson, Brynjar Björn Gunnarsson (Ólafur Ingi Stígsson 62.), Ívar Ingimarsson (Lárus Orri Sigurðsson 46.), Rúnar Kristinsson, fyrirliði, Hermann Hreiðarsson, Hjálmar Jónsson, Eiður Smári Guðjohnsen (Helgi Sigurðsson 46.), Jóhannes Karl Guðjónsson, og Ríkharður Daðason (Marel Baldvinsson 55.).
Mörk: Eiður Smári Guðjohnsen (19.) Ríkharður Daðason (26. og 43.).
Áminningar:
Þjálfari: Atli Eðvaldsson.
Áhorfendur: 2982
Dómari: ISAKSEN Lassin (Færeyjum).
Atli Eðvaldsson og Guðmundur Hreiðarsson