Atli Eðvaldsson fyrrverandi landsliðsfyrirliði og landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta er látinn. Knattspyrnusamband Íslands greinir frá þessu.
Atli glímdi við krabbamein síðustu ár og þeirri baráttu lauk í dag. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir Slóvökum á Laugardalsvelli kl. 18:45 og leikur með sorgarbönd.
Sif Atladóttir, dóttir Atla, er fastamaður í landsliðinu en verður ekki í hópnum í kvöld.
Atli var fæddur 3. mars 1957 í Reykjavík og var því 62 ára gamall. Hann spilaði 70 landsleiki fyrir Ísland og þjálfaði karlalandsliðið frá 1999-2003. Síðast þjálfaði hann hjá sænska liðinu Kristianstad en hætti í fyrra.
Umræða