,,Gullæðið er þegar hafið“
Verði svo kallaður Orkupakki 3 samþykktur á Alþingi í dag mun þetta verða einn svartasti dagurinn í sögu landsins þegar kemur að auðlindanýtingu og arðráninu sem fylgir í kjölfarið.
Vissulega leggur þessi löggjöf ekki skyldur á stjórnvöld að leggja til landsins sæstreng (það er og hefur alltaf verið „strámaður“ OP3 sinna), en hún leggur augljóslega þær skyldur á stjórnvöld að standa ekki í vegi fyrir slíkum áformum. Og ekki bara það, heldur verður íslenskum stjórnvöldum skylt að greiða fyrir slíkum áformum. Þetta er ótvírætt og stendur skýrum stöfum í 8. grein kafla laganna um þjóðréttarlegar skuldbindingar Íslands.
Að því sögðu, þá er eitt haldreipi OP3 hópsins að slíkur strengur þurfi a.m.k. 1.200 MW af orku til að hann borgi sig og slíkt magn raforku sé ekki í boði. Í því samhengi bendi ég á lokaskýrslu Rammaáætlunar 3, þar sem fram kemur að þeir virkjanakostir sem Rammaáætlun 3 hefur fjallað um (83 virkjanir), eru með alls 5.508 MW af orku sem gætu framleitt sem svarar 40.051 GW stundum af rafmagni á ári. Af þessari tölu eru 19 virkjanir í nýtingarflokki upp á 1.466 MW (11.059 GWs á ári). Í biðflokki eru 38 virkjanir með 2.037 MW (13.376 GWs á ári) og í verndarflokki eru 26 virkjanir upp á 2.005 MW (15.616 GWs á ári).
Rétt er að minna á að verndarflokkurinn, heitandi þessu fallega nafni, hefur nákvæmlega ekkert verndargildi, þar sem ekki eitt einasta svæði í þeim flokki hefur verið friðað og Orkustofnun lítur því áfram á þær virkjanir sem virkjanakosti.
Þessi dagur mun því líklega verða sá svartasti sem íslensk náttúra lifir, því það er augljóst af öllum þeim fjölda orkufyrirtækja í einkaeigu sem hafa verið stofnuð nýlega, að gullæðið er þegar hafið. Vesalings Íslensk náttúra segi ég nú bara, að þurfa að burðast með þessa þjóð.
https://gamli.frettatiminn.is/2019/08/29/skilar-orkupakki-3-625-milljonum-i-vasa-utanrikisradherra/
https://gamli.frettatiminn.is/2019/09/01/motmaeli-gegn-orkupakka-3-a-austurvelli/
Rétt er að minna á að verndarflokkurinn, heitandi þessu fallega nafni, hefur nákvæmlega ekkert verndargildi, þar sem ekki eitt einasta svæði í þeim flokki hefur verið friðað og Orkustofnun lítur því áfram á þær virkjanir sem virkjanakosti.
Þessi dagur mun því líklega verða sá svartasti sem íslensk náttúra lifir, því það er augljóst af öllum þeim fjölda orkufyrirtækja í einkaeigu sem hafa verið stofnuð nýlega, að gullæðið er þegar hafið. Vesalings Íslensk náttúra segi ég nú bara, að þurfa að burðast með þessa þjóð.
https://gamli.frettatiminn.is/2019/08/29/skilar-orkupakki-3-625-milljonum-i-vasa-utanrikisradherra/
https://gamli.frettatiminn.is/2019/09/01/motmaeli-gegn-orkupakka-3-a-austurvelli/
Umræða