Í dag ákvað meirihlutinn í Reykjavíkurborg að skerða opnunartíma leikskólanna í borginni. Lokað verður 16:30, en ekki lengur til kl 17. Þetta verður almenna reglan.
Börn í 45 leikskólum hafa hingað til getað sótt leikskólann til klukkan fimm. Þau mega það ekki lengur. Hér er verið að skerða aðgengi og þjónustu. Minnka sveigjanleika.
Þessi afturför eykur á spennu fólks sem þarf að flýta sér úr vinnu. Bitnar á barnafólki í borginni Á sama tíma aukast útgjöld borgarinnar á öllum sviðum. Það er sparað í leikskólanum. En eytt eins og enginn sé morgundagurinn í annað.
Það er augljóst hver forgangsröðunin er. Hún er ekki á „Fjölskyldur í forgang“ … eins og sumir auglýsa grimmt um þessar mundir.
Umræða