• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Login
Miðvikudagur, 7. júní 2023
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
Frettatiminn
No Result
View All Result

Stærstu útgerðarfyrirtækin fá 90,6% af kvótanum frá ríkinu í dag – Úthlutun er 322 þúsund tonn

ritstjorn by ritstjorn
2. september 2021
in Fréttir, Innlent, Viðskipti
0
Trillukarlar ætla að róa áfram og sækja frumbyggjarétt sinn og atvinnufrelsi
Share on FacebookShare on Twitter

Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki fyrir árið 2021/2022. Heildarúthlutun er 322 þúsund tonn í þorskígildum sem er lækkun um 37.000 ÞÍG tonn frá því í fyrra. Úthlutun í þorski er um 202 þúsund tonn. Úthlutun í ýsu er rúm 33 þúsund tonn.

Aflamarki er úthlutað á 424 skip í eigu 308 aðila. Fimmtíu stærstu útgerðarfyrirtækin fá 90,60% af úthlutuðu aflamarki og hækkar það hlutfall lítillega frá í fyrra.
Mestu úthlutun fær Brim hf. til sinna skipa eða 9,33% af heildinni, næst kemur Samherji Ísland efh. með 7%, þá FISK Seafood ehf. með 6,22% og Þorbjörn hf. með 5,34%. Það skipið er Sólberg ÓF-1 (2917) í eigu Ramma  sem fær mestu aflamarki úthlutað, eða 10.000 ÞÍG tonnum. Guðmundur í Nesi ER-13 (2626) í eigu Brim hf.fær næst mest, u.þ.b. 8.500 ÞÍG tonn. Er þetta lækkun frá því í fyrra.
  • Bátar með krókaaflamark eru nú 242 og fækkar um 3.
  • Skipum í aflamarkskerfinu fjölgar um 5 á milli ára og eru nú 181.
  • Bátar undir 15 m og 30 btn. fá úthlutað rúmlega 45 þúsund ÞÍG tonnum.
  • Bátar 15 m, 30 btn. og stærra fá úthlutað 376,3 þúsund ÞÍG tonnum.

Skel- og rækjubætur

Alls 1.852 ÞÍG tonnum er úthlutað sem skel- og rækjubótum og er það sama magn og í fyrra og fara þau til 46 báta en þeir voru 50 á fyrra ári.

Hér má sjá heildarskrá yfir úthlutun aflamarks til einstakra skipa, rækju-og skelbætur ársins og yfirlitsskjal þar sem hægt er að skoða úthlutunina útfrá margvíslegum sjónarhornum.

Tekið skal fram að  enn eru fáein skip ófrágengin og getur því úthlutun til skipa enn breyst lítillega. Einnig er vakin er athygli á að síðar á árinu verður úthlutað aflamarki í deilistofnum og ekki er óalgengt að aukið sé við aflamark í uppsjávarfiski. Benda má sérstaklega á að engri loðnu var úthlutað að þessu sinni. Ætla má að heildaraflamark einstakra skipa og hafna og innbyrðishlutfall þeirra breytist í kjölfar frekari úthlutana þegar líður á fiskveiðiárið.

Nánari uppplýsingar á heimasíðu Fiskistofu : http://www.fiskistofa.is/…/fiskveidiaramot-2021-2022

Discussion about this post

  • ,,Ykkar verður minnst sem vesalinga sem nenntuð ekki eða þorðuð ekki“

    ,,Ykkar verður minnst sem vesalinga sem nenntuð ekki eða þorðuð ekki“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Árni Johnsen er látinn

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Líkfundurinn við Borgarnes

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Viltu fá útborgað í evrum?

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Vann 78 milljónir í Lottóinu

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
ADVERTISEMENT

Fréttatíminn © 2023

No Result
View All Result
  • Home
  • Landing Page
  • Buy JNews
  • Support Forum
  • Contact Us

Fréttatíminn © 2023

Welcome Back!

Login to your account below

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?