51 Franskir lögreglumenn hafa tekið eigið líf, það sem af er ári, samkvæmt frétt AFP og er það mikil aukning frá síðasta ári. þar sem 35 lögreglumenn tóku líf sitt, allt árið í fyrra
Á fimm daga fresti tekur Franskur lögreglumaður eigið líf. Þúsundir reiðra lögreglumanna mótmæltu í París, slæmum vinnuskilyrðum hjá lögreglunni
Frá árinu 1997 hafa a.m.k. 1026 lögreglumenn í Frakklandi tekið eigið líf. Sjálfsmorð lögreglumanna hafa verið framin víða í landinu, í París og borginni Aulnay-sous-Bois, Annecy, Marseille og Lille ofl. skv. frétt Le Parisien. Mikið álag hefur verið á lögreglunni í Frakklandi undanfarið ár m.a. vegna ólgu í landinu og mótmæla gulvestunga og mikil ógn hefur líka staðið af hryðjuverkum og á árunum 2015 og 2016, voru yfir 200 manns voru myrtir í hryðjuverkaárásum.
Starfsemi og aðbúnaður lögreglunar í Frakklandi hefur fengið mikla athygli að undanförnu vegna þessa og m.a. verið bent á að stéttin hafi unnið óhemju mikla ólaunaða yfirvinnutíma á árinu og mótmæltu lögreglumenn því og fleiru sem að varðar starfsumhverfi þeirra.