Um 38,4% samdráttur var í sölu á nýjum bílum fyrstu níu mánuði yfirstandandi árs þegar tekið er mið af sama tíma á síðasta ári. 9.838 bílar seldust fyrstu níu mánuðina á móti 15.970 bílum í fyrra. Ýmsar ástæður eru taldar til sem valda þessum samdrætti og má í því sambandi benda á að enn hafa ekki náðst kjarasamningar við stóran hóp fólks í landinu. Ennfremur er bent á fall WOW-air og fleiri ástæður væri hægt hægt að nefna. Þetta kemur fram á vefsíðu Félags bifreiðaeigenda, FÍB.
María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir ennfremur að bílaleigur hafa keypt mun færri bíla en á sama tíma í fyrra og nemur samdrátturinn nálagt tvö þúsund bílum. Aðspurð um framhaldið segir María Jóna í fljótu bragði ekki sjá miklar breytingar hvað næsta ár áhrærir.
,,Það er samt alltaf svolítið erfitt að spá í framhaldið. Kaupendur bíða og sjá hvað setur. Umhverfisvænir bílar hafa á sama tíma verið að sækja töluvert á og þar má greina nokkra aukningu á milli ára. Aftur á móti hefur umræðan um dísilbíla verið neikvæð og nemur samdráttur í þeim 7% á milli ára. Samt sem áður hafa dísilvélar tekið stökkbreytingum á síðustu árum og eru mun umhverfisvænni en áður,“ sagði María Jóna.