Afborgun af óverðtryggðu láni með breytilegum vöxtum, sem tekið var í fyrravor, hefur hækkað um 94% prósent. Afborgunin er langt umfram það sem viðkomandi lántaki myndi standast núna, færi hann í greiðslumat.
Verðbólgan er nú átta prósent, sem er lítils háttar hækkun frá fyrra mánuði. Verðbólgan fór mest í um 10% í byrjun árs, en hefur verið á undanhaldi, fjallað var um málið á vef ríkisútvarpsins:
Fréttastofan hefur undir höndum greiðsluseðla láns sem tekið var í fyrravor. Greiðslumat miðaðist við 4,5% vexti og afborgun átti að vera um 214 þúsund krónur. Síðan fór gamanið að kárna. Í september í fyrra var afborgunin 258 þúsund.
Nú, ári síðar, er hún 396 þúsund krónur. Í nóvember verður greiðslubyrðin komin í um 415 þúsund krónur. Þetta er 94% hækkun frá í fyrravor.
Umræða