Verðbólga síðustu 12 mánuði hefur verið 8% af þessum 8 prósentum er 1,7% vegna reiknaðrar húsaleigu sem er kostnaður við að búa í eigin húsnæði. Reiknuð húsleiga skiptist niður í breytingar á markaðsverði húsnæðis og breytingar á vöxtum. Ef vextir hækka þá hækkar reiknuð húsaleiga í VNV.
Reiknuð húsaleiga hefur hækkað á tímabilinu um 9,19% þar af er hækkun á fasteignaverði 2,26% mismunrinn þarna á milli eru hækkaðir vextir eða 6,93%.
Vægi reiknaðrar húsaleigu í vísitölu neysluverðs er 18,58% og þannig framlag í VNV 1,7% þar af hækkun vegna markaðsverðs á húsnæði 0,42% og hækkun vegna vaxta 1,287%
Hér er um bein áhrif að ræða og hefur þá ekki verið tekið tillit til allra óbeinu áhrifanna á vísitöluna sem hefur orðið að völdum vaxtahækkana.
Dæmi um óbein áhrif er hækkun á innlendum matvælum en þar spilar hækkandi fjármagnskostnaður bænda inn í og hækkun á húsleigu sem ráðast að stóru leiti á vaxtakjörum.
Fyrirtækin skulda um tvöfalt meira en heimilin eða um 5.500 milljarða. Sem dæmi er eitt prósent hærri vaxtakostnaður fyrirtækja, 55 milljarðar, sem fara út í verðlag sem aukinn kostnaður. Greining á afkomu fyrirtækja síðustu ár sýna að öllum kostnaðar hækkunum, og meira til, hefur verið velt út í verðlag með tilheyrandi áhrifum á verðbólgu. Alltof háir stýrivextir eru svo á góðri leið með að frysta framkvæmdir á húsnæðismarkaði.