3,5 milljarðar bæjarbúa verða að 2,7 milljörðum – Snilld segir meirihlutinn
Kæru Hafnfirðingar. Meirihlutinn í Hafnarfirði (D og B) hefur selt Rafveitu Hafnarfjarðar (eða HS-veitur eins og það heitir á pappírunum) á 3,5 milljarða. Snilld (segja þeir). Já nú þykknar bæjarsjóður heldur betur. Minni lán og meiri framkvæmdir. Hljómar allt mjög vel. En er þetta kannski ekki alveg svona? Segir Sigurður Þ. Ragnarsson bæjarfulltrúi Miðflokksin í Hafnarfirði.
Sala hlutarins er á nafnvirðinu 3,5 milljarðar krónur, og hvað fær bærinn í sinn hlut, þ.e. inná reikninginn? Eftir fjóra mánuði (í mars á næsta ári) 2,7 milljarða og ekki krónu meir. Því kostnaður vegna sölunnar er 700 milljónir vegna bókhaldsreglna, sölulaun, skattlagning söluhagnaðar o.fl. þátta.
Hugsið ykkur hvernig pólitíkin getur leikið land og sögu
Glimrandi sala að mati meirihlutans í Hafnarfirði, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Hrakvirði segi ég. Ég ætla að læða því hér að aldrei hef ég fengið eins mörg símtöl frá óánægðum sjálfstæðismönnum vegna ákvörðunar meirihlutans.
Já meirihlutinn segir að í höfn sé þrusu góð sala bæjarins á hlut ört vaxandi orkuveitufyrirtæki, rafveitufyrirtækinu HS-veitum. Ég reyndi allt sem ég gat til að koma í veg fyrir þessa sölu. Rafveita Hafnarfjarðar hefur nú endanlega verið afmáð. Rafveita sem framsæknir, duglegir og útsjónasamir Hafnfirðingar byggðu upp frá 1938. Og launin, hver voru þau? Jú Rafveitan veitti bæjarbúum götuljósalýsingu án endurgjalds fyrir bæjarsjóð. Hugsið ykkur hvernig pólitíkin getur leikið land og sögu.
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur kláruðu Rafveitu Hafnarfjarðar. Það þarf að losna við þessa flokka.“
Hinn dapri dagur í sögu Hafnarfjarðar
https://gamli.frettatiminn.is/hinn-dapri-dagur-i-sogu-hafnarfjardar/
.