Hugleiðingar veðurfræðings
Norðan og norðaustan 8-15 m/s í dag. Úrkomulítið vestanlands, annars rigning eða slydda með köflum, einkum norðaustantil og þar má búast við snjókomu á heiðum. Heldur hægari vindur á morgun og lítilsháttar rigning á Norður- og Austurlandi, en þurrt og bjart sunnanlands. Hiti 0 til 8 stig, mildast við suðurströndina. Snýst í austanátt á föstudag með stöku skúrum eða slydduéljum.
Veðuryfirlit
300 km S af landinu er hægfara 973 mb lægð og frá henni lægðardrag til NA. 350 km V af Írlandi er vaxandi 982 mb lægð sem hreyfist NA og síðar N.
Veðurhorfur á landinu
Norðan og norðaustan 8-15 m/s í dag. Rigning eða slydda með köflum, einkum um landið norðaustanvert, en úrkomulítið vestanlands. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst. Norðan 5-13 á morgun. Rigning öðru hverju á Norður og Austurlandi, en þurrt og víða bjart sunnan heiða.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Norðaustan 5-13 m/s og skýjað með köflum. Hiti 0 til 5 stig.
Spá gerð: 02.11.2022 04:48. Gildir til: 03.11.2022 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Norðan 5-13 m/s og rigning eða slydda með köflum, en yfirleitt þurrt á Suður- og Vesturlandi. Hiti 2 til 8 stig, mildast við suðurströndina.
Á föstudag:
Norðaustan og austan 5-13. Stöku skúrir, en þurrt vestanlands. Vaxandi austanátt á sunnan- og vestanverðu landinu um kvöldið. Hiti 0 til 7 stig.
Á laugardag:
Ákveðin austanátt og rigning eða slydda með köflum, en úrkomulítið norðvestanlands. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag og mánudag:
Austlæg átt, rigning með köflum og milt veður.
Á þriðjudag:
Breytileg átt og víða dálítil rigning.