• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Innskráning
  • Nýskráning
Sunnudagur, 10. desember 2023
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
Áskrift
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

„Ekki hægt að jóga sig frá kulnun“

Málþing um kulnun á vinnumarkaði

by Ritstjórn
2. nóvember 2022
in Fréttir, Innlent
0
Deila á FacebookDeila á X

Heilbrigðis- og velferðarnefnd Sameykis stóð fyrir málþingi í gær þar sem umræðuefnið var kulnun á vinnumarkaði. Málþingið var vel sótt og rúmlega hundrað félagar í Sameyki lögðu leið sína í félagamiðstöðina á Grettisgötu 89 til að hlýða á málþingið.

Ragnhildur Þórðardóttir, sálfæðingur og þjálfari fjallaði um líkamlegan þátt streitunnar, hvernig hún á sér stað í skrokknum og áhrif hennar. Við langvarandi streitu fari fólk að glíma við svefnvandamál, exem og ofnæmi, kynhvöt minnki og sveiflur komi fram í þyngdaraukningu. Hún lýsti því að þegar kulnun er komið á alvarlegt stig koma fram viðverandi svefntruflarnir, ofurviðkvæmni og grátur og minnstu verkefni verða óyfirstíganleg. Sem algenga streituvalda nefndi Ragnhildur álag í vinnu, neikvætt sjálfstal, kvíða og sjálfsefa, erfiðan yfirmann, fjármálaáhyggjur, félagslega einangrun o.fl. Hjálpleg bjargráð við þessu eru t.d. samtalsmeðferðir, að efla félagsleg tengsl, stunda reglubunda hreyfingu og passa upp á að segja nei við verkefnum þegar þess er þörf. Fjallað er um málið á vef BSRB.

Geir Gunnar Markússon, næringarfræðingur NLFÍ, fjallaði um mataræði sem meðferð við kulnun. En hann segir algengt að fólk í kulnun reyni að hugga sig of mikið með kósíheitum og ofgnótt matar. Það valdi streitu og streita kalli á meira kósí og meiri óhollan mat. Fólk þurfi að borða heilnæmari fæðu, meira af ávöxtum, grænmeti og grófkorni.

Líney Árnadóttir, sérfræðingur á forvarnarsviði hjá Virk starfsendurhæfingu, sagði að hugtakið kulnun ætti ekki að nota í öðrum tilfellum en sem tengdust vinnumarkaðnum því kulnun væri tengd vinnuálagi. „Þættir eins og sjálfræði í starfi skiptir miklu máli, hvernig verkin eru unnin og hvernig skipulagið er á vinnustaðnum. Fólk þarf virkilega á félagslegum stuðningi á að halda í vinnunni og það er það sem drífur einstaklinginn áfram. Þannig finnur fólk tilgang. Ef þetta er ekki í lagi á vinnustaðnum hefur það áhrif til þróunar á kulnun. Ef eitrað andrúmsloft er í samskiptum á vinnustaðnum skiptir það mestu máli um hvort kulnun eigi sér stað samkvæmt rannsóknum á vinnumarkaðnum. Eitruð vinnumenning, svona innan gæsalappa, því ég vil ekki vera of harðorð, er undirrót kulnunar á vinnustað.“ Þá benti Líney á að ekki er hægt að jóga sig frá kulnun ef vandinn liggur hjá vinnustaðnum og í því sambandi væri áhrifaríkast að breyta vinnustaðnum.

Lesa má ítarlega frétt frá málþinginu og horfa á upptöku á heimasíðu Sameykis.

Umræða
  • Að syrgja lifandi barn

    446 deilingar
    Share 178 Tweet 112
  • Krónan hrynur og er áhættugjaldmiðill – „Tími krónunnar er liðinn“

    66 deilingar
    Share 26 Tweet 17
  • NÝ ÖKUSKÍRTEINI

    671 deilingar
    Share 268 Tweet 168
  • Ekkert á að fjalla um mörg hundruð þúsund milljóna tap

    11 deilingar
    Share 4 Tweet 3
  • ,,Við eigum 900 milljarða en lepjum dauðann úr skel“

    431 deilingar
    Share 172 Tweet 108
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

No Result
View All Result
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Add New Playlist

Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?