Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Kára Siggeirssyni, 30 ára, en síðast er vitað um ferðir hans á Kjalarnesi á laugardagskvöld. Kári er þéttvaxinn, 174 sm á hæð, með mjög stutt, ljósskollitað hár og blágræn augu. Ekki er vitað um klæðaburð hans.
Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Kára, eða vita hvar hann er niðurkominn, eru vinsamlegast beðnir um að hafa strax samband við lögregluna í síma 112, en upplýsingum má einnig koma á framfæri í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Umræða