8.8 C
Reykjavik
Sunnudagur - 5. febrúar 2023
Auglýsing

Sjálfsvíg er algengasta dánarorsökin hjá 15-29 ára á Íslandi

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Skýrsla UNICEF frá 2017 um sjálfsvígstíðni

Samkvæmt skýrslu UNICEF frá 2017 er sjálfsvígstíðni unglinga á Nýja Sjálandi – fyrir fólk á aldrinum 15 til 19 – sú hæsta á lista yfir 41 OECD og ESB lönd. Ísland kemur strax þar á eftir.

Á heildina litið voru 15,6 sjálfsvíg á hverja 100.000 manns á Nýja Sjálandi – sem er tvöfalt hærra en í Bandaríkjunum, og næstum fimm sinnum meira en Bretland.NZ leiðir tölfræðina.

Sjálfsvíg á Íslandi skýra ríflega þriðjung andláta einstaklinga á aldrinum 15-29 ára undanfarinn áratug og eru því ein algengasta dánarorsökin í þessum aldurshópi.

Á Íslandi á síðustu tíu árum (2011-2020) voru að meðaltali 31 sjálfvíg árlega hjá körlum og 9 hjá konum. Það samsvarar því að 17,9 karlmenn af hverjum 100.000 hafi látist vegna sjálfsvíga á þessu tíu ára tímabili og 5,1 af hverjum 100.000 konum samkvæmt upplýsingum Landlæknis.

Fjöldi sjálfsvíga eftir kyni og aldri á Íslandi

Embætti landlæknis birtir árlega tölur um sjálfsvíg eins og þau eru skráð í dánarmeinaskrá.

Tölur um sjálfsvíg eru lágar hér á landi miðað við stærstu flokka dánarorsaka og þjóðin fámenn. Litlar breytingar á fjölda valda því óhjákvæmilega nokkrum sveiflum í dánartíðni. Vegna þessa er mikilvægt að túlka tölur einstakra ára af varúð enda getur verið um tilviljanankennda sveiflu að ræða. Til þess að jafna sveiflur milli ára og draga fram langtímaþróun sjálfsvíga getur verið heppilegra að notast við meðaltöl nokkurra ára heldur en tíðni hvers árs.

Síðastliðinn áratug hefur árlegur fjöldi sjálfsvíga verið á bilinu 27–49, að meðaltali 39 á ári eða 11,6 á hverja 100.000 íbúa. Sé litið til tíu ára þar á undan (2001-2010) voru sjálfsvíg að meðaltali 35 á ári eða 11,5 á hverja 100.000 íbúa. Vegna þess hve tölur um sjálfsvíg eru lágar þurfa miklar sveiflur að verða til þess að hægt sé að staðhæfa að um marktæka breytingu sé að ræða. Ekki er hægt að fullyrða með vissu að breyting hafi orðið á heildardánartíðni vegna sjálfsvíga undanfarna tvo áratugi.

Mynd 1: SjálfsvígVenngage Infographics

Sjálfsvíg eru að jafnaði tíðari meðal karla heldur en kvenna, bæði á Íslandi og í nágrannalöndunum. Á síðustu tíu árum (2011-2020) voru að meðaltali 31 sjálfvíg árlega hjá körlum og 9 hjá konum. Það samsvarar því að 17,9 karlmenn af hverjum 100.000 hafi látist vegna sjálfsvíga á þessu tíu ára tímabili og 5,1 af hverjum 100.000 konum. Sé litið til áratugarins þar á undan (2001-2010) létust 17,1 af hverjum 100.000 karlmönnum vegna sjálfsvíga og 5,7 af hverjum 100.000 konum.

Tíðni sjálfsvíga í mismunandi aldurshópum undanfarinn áratug

Mynd 2: SjálfsvígVenngage Infographics

Ef litið er á tíðni sjálfsvíga í mismunandi aldurshópum undanfarinn áratug (2011-2020) sést að sjálfsvíg voru flest hjá einstaklingum 30 ára og eldri. Á það bæði við um karla og konur. Á þessu árabili voru sjálfsvíg meðal karla tíðust í aldurshópunum 30-44 ára (26,5/100.000) og 45-59 ára (22,3/100.000). Hjá konum hins vegar voru sjálfsvíg tíðust meðal 60 ára og eldri (9/100.000).

Árin 2001-2010, var dreifing sjálfsvíga eftir aldri aðeins önnur en áratuginn á undan. Þá voru sjálfsvíg tíðust hjá körlum á aldrinum 45-59 ára (27,4/100.000) og hjá konum í sama aldurshópi (13,5/100.000).

Þrátt fyrir að sjálfsvíg í yngstu aldurshópunum séu hlutfallslega færri heldur en hjá þeim sem eldri eru þá er hlutdeild sjálfsvíga í öllum andlátum hins vegar mun hærri í þessum aldurshópi. Þannig skýrðu sjálfsvíg ríflega þriðjung andláta einstaklinga á aldrinum 15-29 ára undanfarinn áratug og eru því ein algengasta dánarorsökin í þessum aldurshópi. Sjálfsvíg hafa einnig verið um 20% allra dauðsfalla í aldurshópnum 30-44 ára en algengustu dánarmeinin í þeim aldursflokki, auk sjálfsvíga, eru illkynja æxli, slys og óhöpp.

Mynd 3: SjálfsvígVenngage Infographics

Erlendur samanburður

Ýmsar alþjóðlegar stofnanir annast söfnun og framsetningu á tölum um dánarmein. Ísland á aðild að slíku samstarfi og sendir meðal annars árlega gögn í alþjóðlegan gagnagrunn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO Global Mortality Database .

Tölfræði úr þessum gagnagrunni má nálgast á aðgengilegan hátt í European Mortality Database   sem birtir árlega dánartíðni ýmissa fyrirfram skilgreindra flokka dánarorsaka í aðildarríkjum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, eftir kyni og aldri. Norðurlandasamanburður sýnir að sjálfsvíg voru tíðust í Finnlandi á árunum 2006-2015, 16,7 á hverja 100.000 íbúa og var tíðnin næsthæst á Íslandi (11,9/100.000). Fæst sjálfsvíg á fyrrnefndu tímabili voru hins vegar í Danmörku, 9,7 á 100.000 íbúa.

Muna þarf að hvert sjálfsvíg er harmleikur sem hefur áhrif á nánustu ættingja og vini. Þeir eru mjög viðkvæmir fyrir allri umfjöllun og þurfa stuðning til að takast á við sorg þar sem ótal spurningum er ósvarað.

Hvert get ég leitað?

Mikilvægt er að þeir sem glíma við sjálfsvígshugsanir  segi einhverjum frá líðan sinni, hvort sem er aðstandanda eða hafi samband við Hjálparsíma Rauða krossins 1717, eða á netspjalli 1717.is, við hjúkrunarfræðing í netspjalli á heilsuvera.is , eða við ráðgjafa í síma Píeta samtakanna s.552-2218. Þessi úrræði eru kynnt nánar í þessu myndbandi  en þau eru einstaklingum að kostnaðarlausu og opin allan sólarhringinn.

Greinar og ítarefni