Jólaálfasalan er byrjuð og sjálfur Jólaálfurinn kom fljúgandi á þyrlu til byggða til að hjálpa til við söluna. Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður SÁÁ sótti Jólaálfinn á þyrlu frá Norðurflugi upp í Esju, þar sem hann sat við að smakka grauta hjá Grýlu og Leppalúða.
Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra tók á móti Önnu Hildi og Jólaálfinum þegar þau lentu við Vog og svo tóku stúlkur úr Skólakór Kársnesskóla nokkur jólalög í tilefni dagsins.
Discussion about this post