Friðfinnur Freyr Kristinsson sem leitað hefur verið að undanfarnar vikur, er talinn látinn. Kolbeinn Karl Kristinsson, bróðir Friðfinns Freys greinir frá þessu á Facebook síðu sinni.
Í færslunni greinir Kolbeinn frá því að Friðfinnur hafi stungið sér út á sjó. „Við vorum hjá lögreglunni í dag sem hefur tekið saman öll myndbönd sem til eru af Friðfinni daginn örlagaríka og þar í kring,“ segir Kolbeinn í færslu sinni. „Við vitum því nú loksins fyrir víst að sundmaðurinn sjálfur stakk sér til sunds og synti á lignum sjó í fallegu veðri út í algleymið.“
Kolbeinn segir að ekkert saknæmt hafi átt sér stað. Hann segir aðstandendur þakka fyrir þann stuðning sem þau hafa fengið.
Umræða