1.6 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 2. febrúar 2023
Auglýsing

Bætir í vind og vætu síðdegis

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

 

Hugleiðingar veðurfræðings
Ákveðin sunnanátt með rigningu eða súld og hlýindum í morgunsárið, en þurrt að mestu fyrir norðan og austan. Bætir í vind og vætu síðdegis og má búast við stormi um tíma á Norðausturlandi seint í kvöld og fram yfir miðnætti með mjög snörpum vindstrengjum við Eyjafjörð. Vakin er athygli á gulri veðurviðvörun vegna þess. Seint í kvöld leggst hann í suðvestanátt með slyddu og kólnandi veðri á vesturhelmingi landsins. Áfram suðvestanáttir og skúrir eða él á morgun, en úrkomusamara á þriðjudag og hiti nærri frostmarki. Snýst síðan í norðanáttir á miðvikudag með harðnandi frosti, einkum í innsveitum og léttir til fyrir sunnan og vestan.

Veðuryfirlit
Yfir S Noregi er 1035 mb hæð og frá henni hryggur SV til Skotlands og Írlands. Skammt S af Ammassalik er 990 mb smálægð og fá henni hreyfist lægðardrag til NA.

Veðurhorfur á landinu
Sunnan og suðvestan 8-15 m/s, hvassast norðvestantil. Rigning eða súld með köflum en þurrt að mestu á Norður- og Austurlandi. Sunnan 13-18 í kvöld og bætir í rigningu en suðvestan 15-23 og úrkomulítið norðaustanlands. Hiti víða 4 til 9 stig. Snýst í suðvestanátt með slyddu á vestanverðu landinu um og fyrir miðnætti og kólnar. Suðvestan 10-18 m/s og skúrir eða él á morgun, hvassast norðvestanlands, en bjart með köflum austnatil. Fer síðan að rigna syðst annað kvöld. Hiti um og yfir frostmarki.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Sunnan 8-13 m/s, en 10-15 í kvöld. Rigning eða súld með köflum og hiti 5 til 8 stig. Vestlægari í kvöld með frekari rigningu og kólnandi veðri. Suðvestan 5-10 og skúrir eða él á morgun og hiti 0 til 4 stig.
Spá gerð: 03.01.2021 09:32. Gildir til: 05.01.2021 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Fremur hæg suðvestlæg átt, en 8-13 með suðausturströndinni. Rigning eða slydda, en snjókoma til fjalla. Hiti 1 til 6 stig. Él norðan- og vestantil síðdegis og kólnar í veðri.

Á miðvikudag:
Norðvestan 8-13 m/s og dálítil él eða snjókoma á Norður- og Austurlandi, en annars bjart með köflum. Frost 5 til 10 stig.

Á fimmtudag:
Hæg suðlæg eða breytileg átt og víða bjartviðri. Herðir á frosti.

Á föstudag:
Stíf suðvestanátt með rigningu og slyddu, en snjókomu um kvöldið. Þurrt að kalla eystra. Hlýnar í bili.

Á laugardag:
Útlit fyrir norðanátt og snjókomu eða él um allt norðanvert landið. Kólnar aftur talsvert.