1.8 C
Reykjavik
Laugardagur - 28. janúar 2023
Auglýsing

Lögreglan fann 25 pyntingarbúðir

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

920 lík almennra borgara, þar af 25 barna

Úkraínuforseti segir Rússa ætla að örmagna þjóðina með stöðugum drónaárásum. Lögregluyfirvöld í Kharkiv segja Rússa hafa pyntað og myrt almenna borgara áður en þeir yfirgáfu héraðið í september. Fjallað er um málið á veg ríkisútvarpsins.

Úkraínsk lögregluyfirvöld hafa fundið 25 pyntingarbúðir umhverfis borgina Kharkiv frá því í september þegar herinn náði samnefndu héraði sem var að stórum hluta á valdi Rússa.

Volodymyr Tymoshko héraðslögreglustjóri segir í færslu á Facebook að almennum borgurum hafi verið haldið föngnum við ómannúðlegar aðstæður og pyntaðir í búðunum.

Rússar höfðu Kharkiv á valdi sínu um nokkurra mánaða skeið en hörð gagnsókn Úkraínuhers stökkti þeim á brott. Síðan þá hafa að sögn Tymoshkos fundist 920 lík almennra borgara, þar af 25 barna, sem hann segir rússneska hermenn hafa myrt. Segir í fréttinni og jafnframt að Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti kveðst hafa upplýsingar um að Rússar hyggi halda úti stöðugum og langvinnum drónaárásum á landið.

Fjöldagröf: 440 lík af börnum og fullorðnum – pyntingar, nauðganir og aftökur