Kílómetragjaldið er nú staðreynd. Með því hefur verið stigið stórt og hættulegt skref í átt að auknum yfirráðum og fullkominni stjórn yfir almenningi á Íslandi. Þetta snýst ekki lengur um samgöngur, umhverfi eða sanngirni. Þetta snýst um vald. Um hvernig fólk er smám saman sett í kerfi þar sem hreyfanleiki, sjálfstæði og frelsi eru verðlögð, skömmtuð og sett undir stöðugt eftirlit. Og enginn spyr hvort það sé réttlæti í þessu.

Framkvæmdin hefur frá upphafi verið óheiðarleg og illa unnin. Skilaboðin til almennings eru óljós, misvísandi og síbreytileg. Almenningi er aldrei boðið upp á heiðarlega og opna umræðu heldur einfaldlega dregin fjöður fyrir staðreyndir. Þegar fólk spyr einfaldra spurninga um raunverulegan kostnað eða áhrif á daglegt líf fær það engin skýr svör. Þetta er ekki tilviljun. Þetta er meðvituð aðferð til að draga úr mótstöðu og þvinga fólk til undirgefni gegn kerfinu. Þetta er valdbeiting í beinni útsendingu og vókismi sem hefur nú raungerst.
Lækkunin er aðeins tímabundin blekking
Olíufélögin vissu fyrirfram þegar frumvarpið var lagt fram að þau þyrftu að lækka verð þegar kílómetragjaldið yrði staðfest. Lækkunin er aðeins tímabundin blekking. Verðið verður hækkað aftur, rólega og smám saman, þar til fólk er búið að sætta sig við nýtt ástand án þess að mótspyrnan verði mikil. Þetta sýnir hvernig almenningi er kerfisbundið haldið í óvissu og stjórnað og hvernig hann er þvingaður til að sætta sig við kúgun og hvernig vald kerfisins er haldið í höndum fárra í glóbalískri vóktrú, þar sem heimsendaspár eru beintengdar við hitamælinn sem hefur farið upp og niður síðustu milljón árin og löngu áður en bílar urðu til sem er nú ekki nema stutt síðan. Frostaveturinn 1918, hvað voru t.d. margir bílar til þá? Í dag myndi það vera talið merki um heimsendi ef sá vetur kæmi aftur. Loftlagssjóðir eru bara scam og peningaþvottur og við borgum brúsann með ofursköttum.
Þetta kílómetragjald er ekki gert í einu höggi heldur með stöðugum þrýstingi. Smám saman er fólk þjálfað til að sætta sig við minna frelsi, meiri gjaldtöku og meiri stjórn. Þegar hver kílómetri er mældur, skráður og rukkaður breytist akstur úr sjálfsögðum hluta daglegs lífs í stöðugan, óþægilegan kostnaðarútreikning. Fólk fer að hugsa sig tvisvar um áður en það heimsækir ættingja, fer í frí eða einfaldlega nýtur landsins sem það á að eiga sameiginlega. Þetta er líkamleg og andleg þrælkun pakkað inn í kerfisbundna kúgun og eftirlit.
Loftlagssérfræðingar koma til landsins á tugum einkaþota í kokteilboð og tilheyrandi, til að hafa vit fyrir okkur hinum
Afleiðingarnar eru skýrar. Fólk mun hætta að ferðast um Ísland. Það mun hætta að fara í frí innanlands. Það mun hætta að keyra um sitt eigið fallega land nema í algjörri neyð. Ferðalög innanlands verða forréttindi fárra í stað sjálfsagðs lífsréttinda fyrir alla. Landsbyggðin finnur þetta fyrst og verst. Ferðaþjónusta veikist, samfélög einangrast og lífskraftur dregst saman. Þetta er bein kúgun, ekki tilviljun. Á sama tíma og loftlagssérfræðingar koma til landsins á tugum einkaþota í kokteilboð og tilheyrandi, til að hafa vit fyrir okkur hinum.
En skaðinn er ekki aðeins efnahagslegur. Hann er andlegur. Sífelld gjaldtaka, stöðug óvissa og tilfinningin um að vera undir sívaxandi stjórn og yfirráðum eykur streitu, kvíða og þunglyndi. Fólk sem áður var sjálfstætt verður þreytt, dofið og móstöðulaust. Þegar einstaklingurinn hefur ekki stjórn á eigin lífi, eigin tíma eða eigin hreyfingum brotnar hann niður. Þetta er kerfisbundin eyðing sjálfsvirðingar og frelsis. Skattheimta á réttum stöðum eins og á því fé sem fer til skattaparadísa eyja upp á tugi og hundruði milljarða, þá á að skattleggja og gera upptæka. Fólk sem þarf að komast á milli staða á ekki að gjalda fyrir að ríkisstjórnir hafa horft framhjá þessum vanda og ekki sanngjarnt að bíleigendur eigi einir að byggja upp innviði landsins með skattpíningum. Einnig er rétt að hafa það í huga að síðustu marga áratugi hafa þessir skattar verið lang mest notaðir í annað en vegakerfið og það hafa stjórnvöld viðurkennt.
Vald er fært frá einstaklingnum til kerfisins
Það sem gerir þetta mál sérstaklega ógeðslegt er hversu eðilegt það er látið líta út fyrir að vera. Eins og þetta sé óhjákvæmilegt framfaraskref sem það er ekki. En sannleikurinn er sá að vald er fært frá einstaklingnum til kerfisins. Frá almenningi til stofnana, gjaldtökukerfa og stórra hagsmunaaðila sem bera enga ábyrgð gagnvart fólkinu í landinu. Þetta er kúgun dulbúin sem stefna og eitthvað sem almenningur hefur alls ekki beðið um.
Þegar stjórnvöld verðleggja hreyfanleika fólks á þennan hátt eru þau ekki að þjónusta samfélagið heldur að stjórna því smátt og smátt til að venja fólk á þvingun. Og þegar almenningur verður svo þreyttur og uppgefinn að hann mótmælir ekki lengur og þar með er lýðræðið dautt.
Kílómetragjaldið eins og það hefur verið innleitt er ekki bara slæm stefna. Það er hættulegt stjórntæki. Það skerðir frelsi, eykur vanlíðan og venur fólk á að lifa innan sífellt þrengri marka. Þetta er ekki þróun sem ætti að samþykkja þegjandi.
Og það er löngu kominn tími til að segja það upphátt.

