Tvö skip Samherja sigldu fyrirvaralaust frá Namibíu
Namibíska spillingarlögreglan, ACC, varar stjórnvöld í Namibíu við að leyfa skipum eða fólki sem með einhverjum hætti tengjast rannsókn lögreglu á Samherjaskjölunum að yfirgefa ekki landið nema namibíska spillingarlögreglan eða lögreglan verði fyrst látin vita. Greint er frá málum Samherja á vef namibíska vefmiðilsins New Era.
Hundruð namibískra sjómanna í áhöfn tveggja skipa skildir eftir í Namibíu
Fyrir helgi var skipi Samherja, Sögu, siglt fyrirvaralaust og án áhafnar frá Namibíu, til Las Palmas á Kanaríeyjum. Skipið var sagt á leið þangað til viðgerða. Þá var Samherjaskipinu Geysi skv. namibískum fjölmiðlum, einnig siglt frá Namibíu án þess að áhöfn væru gefnar skýringar. Meira en hundrað eru í áhöfn þess skips.
JUST IN: Another vessel owned by Samherji left the Namibian shores last night, leaving more than 100 crew members stranded. The vessel, Geysir, gave no prior communication to crew members, apart from allegedly stating that it would return when it gets new fishing quotas. pic.twitter.com/w2wXtzVPsu
— Namibian Sun (@namibiansun) February 3, 2020