Hví eru gjaldþrotabeiðnir ekki stöðvaðar?
,,Fyrirtæki hafa hætt starfsemi og farið lóðbeint í gjaldþrot eins og t.d. Geysir í gær. Ríkisstjórnin gerir ekkert til að bjarga fyrirtækjum á Íslandi, það er komið eitt ár frá því þessar hörmungar vegna veirunnar skall á landið. Það er ekkert verið að gera í að hjálpa fyrirtækjum á Íslandi, það er búið að setja peninga í björgunaraðgerðir sem nemur sömu fjárhæð og ríkið er að styrkja stjórnmálaflokkana, svo samlíking sé notuð.“ Segir Guðmundur Franklín Jónsson formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins.
,,Það er verið að hjálpa fyrirtækjum sem þurfa enga hjálp eins og frægt er orðið og bent var á það af stjórnarandstöðunni í gær að staðan er fyrir neðan allar hellur. Hví eru gjaldþrotabeiðnir ekki stöðvaðar? Hví eru reglurnar og báknið svo flókið að ekki sé hægt að hjálpa fyrirtækjunum? Fyrirtækin fá engin svör þegar athugað er hvað sé í gangi og hví ekkert sé hægt að gera til að aðstoða þau.“
Ein fáránleg klausa er í skilyrðum til að fyrirtækjum sé hjálpað, er að þau mega ekki skulda skattinum krónu, jafnvel þó svo að um áætlun er að ræða. Til hvers er verið að útiloka fyrirtæki sem eru í svo miklum vanda að þau skuldi skatt?
Þá hefur heyrst að ríkisbankarnir dragi lappirnar við að hjálpa fyrirtækjum sem alltaf hafa verið í skilum í ferðaþjónustunni. Ef það væri jafn mikill áhugi fyrir að hjálpa ferðaþjónustunni og að gefa Íslandsbanka, þá væri ferðaþjónustan í góðum málum. Þessi vinnubrögð eða réttara sagt aðgerðarleysi er ríkisstjórninni til háborinnar skammar.
https://www.facebook.com/gundifranklin/videos/265114748321562/