Kirkjuþing samþykkti tillögu um sameiningu prestakalla í Austurlands- og Vestfjarðaprófastsdæmum.
Hólmavíkur- og Reykhólaprestaköll í Vestfjarðaprófastsdæmi verða sameinuð í eitt prestakall sem mun bera heitið Breiðafjarðar- og Strandaprestakall. Auk þess munu Djúpavogs-, Heydala-, Kolfreyjustaðar-, Eskifjarðar- og Norðfjarðarprestaköll í Austurlandsprófastsdæmi sameinast í eitt prestakall sem mun bera heitið Austfjarða-prestakall.
Í greinargerð með tillögunum kom fram að tillögurnar séu hluti af stefnu biskupafundar um nýskipan prestakalla á landsvísu sem unnið hafi verið að. Felist í þeirri stefnu að horfið verði frá einmenningsprestaköllum, þar sem því verði við komið.
Einnig var samþykkt að leggja niður Saurbæjarprestakall í Vesturlandsprófastsdæmi.