Alvarlegt slys varð í Sunnukrika í Mosfellsbæ á þriðja tímanum í dag þegar gólfplata hrundi í nýbyggingu, en allnokkrir menn voru þar við vinnu þegar óhappið varð og lentu tveir þeirra í slysinu.
Tilkynning um slysið barst kl. 14.30 og hélt fjölmennt lið viðbragsaðila þegar á vettvang. Ekki er hægt að veita upplýsingar um ástand mannanna tveggja að svo stöddu.
Umræða