• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Login
Sunnudagur, 28. maí 2023
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
Frettatiminn
No Result
View All Result

Ráðherra undirritar reglugerð um grásleppuveiðar

ritstjorn by ritstjorn
3. mars 2020
in Fréttir, Innlent
0
Share on FacebookShare on Twitter

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað reglugerð um grásleppuveiðar árið 2020. Reglugerðin heimilar veiðar í 25 daga á hvert veiðileyfi en dagafjöldinn verður endurskoðaður í ljósi ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar sem vænta má fyrir 1. apríl. Þá mega veiðar hefjast fyrr en verið hefur eða 10. mars og heildarlengd neta sem hver bátur má vera með er óbreytt frá fyrra ári.
Meðafli spendýra og fugla hefur um nokkurt skeið verið vandamál við veiðar á grásleppu og er meðal annars helsta ástæða þess að veiðarnar misstu vottun MSC árið 2018.  Þar kemur einkum til umtalsverður meðafli sjófugla auk landsels og útsels, sem eru á válista Náttúrufræðistofnunar um tegundir sem eiga undir högg að sækja.

Með lögum nr. 36/2019 var ráðherra veitt heimild til að setja reglugerð um selveiðar, en slík heimild hafði ekki verið til staðar.  Á grundvelli þeirra laga setti ráðherra reglugerð um bann við öllum beinum veiðum á sel sem og sölu selaafurða.
Til að bregðast við vandamálum vegna óæskilegs meðafla við grásleppuveiðar sem og til að bregðast við bágu ástandi selastofna við landið hefur undanfarin misseri verið gripið til ýmissa aðgerða:

  • Ráðherra skipaði starfshóp haustið 2019 til að fara yfir mögulegar leiðir til að draga úr meðafla með grásleppuveiðunum sem og að koma með tillögur að bættu eftirliti með þeim. Hópurinn skilaðiskýrslu í desember með tillögum að aðgerðum sem meðal annars fólust í bættu eftirliti, tíðari vitjun neta, átaki til að bæta skráningu sjómanna ásamt gerð handbókar fyrir sjómenn um tegundir sjófugla og spendýra sem mögulega veiðast í grásleppunet. Nú þegar hefur verið ákveðið að stórauka eftirlit Fiskistofu með veiðunum sem og að fara að öðrum beinum tillögum starfshópsins. Í samræmi við þær tillögur kemur fram í reglugerðinni að í stað fjögurra daga áður skulu net nú ekki vera lengur í sjó en þrjá daga áður en þeirra er vitjað.
  • Fiskistofa hefur látið útbúa smáforritið Afladagbókina sem skráir sjálfkrafa staðsetningu báta við veiðar. Skipstjórnarmenn skrá afla, ástand hans og meðafla með einföldum hætti í forritinu. Með tilkomu þessa forrits er þess vænst að skráning batni til muna, þar með talið skráning meðafla.Þá munu grásleppusjómenn fá handbók sem auðvelda á tegundagreiningu sjófugla og spendýra, en Hafrannsóknastofnun í samstarfi við Fiskistofu er að leggja loka hönd á útgáfu hennar.
  • Landsamband smábátaeigenda kom með tillögur að lokun 14 svæða við Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir, Húnaflóa og í Skagafirði.Í flestum tilfellum er reglugerðin fyrir veiðar þessa árs samhljóða þeim tillögum en þó voru tvö svæði stækkuð, á grundvelli gagna frá Fiskistofu og til að vernda sjófugla í Faxaflóa.

Reglugerðin miðar að því að draga úr meðafla sjófugla og sjávarspendýra við grásleppuveiðar og að ná samþykktum stjórnunarmarkmiðum fyrir landsel við Ísland.  Markmiðið er að stofn landsels verði nálægt 12.000 dýr en samkvæmt síðustu talningu sem framkvæmd var árið 2018 var stofninn metinn um 9.500 dýr.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra bindur vonir við að þær aðgerðir sem nú koma til framkvæmda muni draga úr meðafla spendýra og sjófugla og stuðla að uppbyggingu þeirra stofna. Það er mat ráðherra að með reglugerðinni sé stigið mikilvægt skref til verndar selastofna við Ísland.

  • Samgöngustofa hættir innheimtu bifreiðagjalda

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Lífið eftir framhjáhald og daður á samfélagsmiðlum

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • NÝ ÖKUSKÍRTEINI

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Teitur Björn Einarsson færir ítarleg rök gegn stjórnarfrumvarpi

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Vændiskonur frömdu vopnað rán

    0 shares
    Share 0 Tweet 0

Fréttatíminn © 2023

No Result
View All Result
  • Home
  • Landing Page
  • Buy JNews
  • Support Forum
  • Contact Us

Fréttatíminn © 2023

Welcome Back!

Login to your account below

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?