Á þrettán klukkustunda tímabili voru 53 lögreglumál bókuð á tímabilinu af ýmsum toga
Sex voru m.a. teknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis/fíkniefna. Um átta leitið í gærkvöld, var mjög ölvaður karlmaður á fertugsaldri handtekinn á veitingastað í hverfi 101. Var með leiðindi við starfsfólk og neitaði að greiða fyrir veitingar sem hann hafði pantað og neytt. Hann var svo vistaður í fangageymslu.
Rétt fyrir fjögur í nótt kom innbrotsboð frá skóla í hverfi 104. Karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn í hverfinu eftir að hafa reynt að hlaupa undan lögreglunni. Hafði hann þýfið (fartölvur o.fl.) meðferðis í bakpoka og tösku. Maðurinn var vistaður i fangageymslu.
Umræða