Herjólfur siglir næturferð frá Vestmannaeyjum í kvöld til Þorlákshafnar og þá eingöngu með frakt. Er þetta tilraun sem mikið hefur verið rædd og ákveðið hefur verið að prófa.
“Það hefur verið vaxandi eftirspurn eftir flutningum en á sama tíma eru fólksflutningar að aukast. Ástandið er að öllu jöfnu viðráðanlegt meðan Landeyjarhöfn er opin og tíðari brottfarir í boði en þegar aðeins tvær ferðir eru farnar á dag þá er fyrirséð að það þrengir að öllum,” sagði Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri Herjólfs í viðtali við Eyjafréttir. “Með þessari tilraun er verið að reyna að mæta þessari þörf en um leið að létta aðeins á og reyna að tryggja betri samgöngur.”
Umræða