,,Já við fórum annan apríl á ION svæðið, ég og Jóhann Rafnsson og það komu um 70 fiskar á land, fyrsta daginn sem mátti veiða veiddust 60 fiskar og þetta er bara flott veiði“ sagði Nils Folmer Jorgensen sem byrjaði veiðitímabilið með látum og með fínum fiskum.
,,Flestir fiskarnir sem veiddust, tóku fluguna mína, Olive Ghost, þetta er bara flott veiði á tveimur dögum 130 fiskar og margir vænir“ sagði Nils Folmer ennfremur.
Veiðin er líka byrjuð á Kárastöðum og sögn Kristjáns Páls Rafnssonar, gengur veiðin bara vel og töluvert hefur veiðst af fiski og þar var Árni Kristinn Skúlason að veiða í fyrradag og birti mynd af sér með bolta fisk og sagði að það væri bara eintóm hamingja á Kárastöðum.
Mynd. Nils Folmer Jorgensen með flottan urriða á ION svæðinu á Þingvöllum í fyrradag. Mynd Jóhann