Tilkynning frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum
Ákveðið hefur verið að opna aftur fyrir umferð um Suðurstrandarveg að gosstöðvum í Geldingadölum morgun, Páskadag 4. apríl kl 12:00.
Vindátt fram að hádegi á morgun er okkur ekki hagstæð með tilliti til gasmengunar en mun verða betri um hádegi. Veðurspá Veðurstofunnar gerir ráð fyrir norðan og norðaustan átt, frost 3 til 7 stig. Þeir sem hyggjast leggja leið sína að gosstöðvunum eftir hádegi á morgun ættu að huga vel að klæðnaði því að það verður kalt og vindkæling töluverð í ofanálag.
Umferð sem nauðsynlega þarf að fara um Suðurstrandarveg mun geta farið framhjá lokunum.
Discussion about this post