Margir féllu fyrir aprílgabbi Fréttatímans
,,Vörugáma rak á land á Álftanesi – Iphone 13 Pro símar, dýrar tölvur og áfengi í fjörunni. það liggja bæði Iphone 13 Pro símar sem eru 100% vatnsþéttir og tölvur út um allt í fjörunni og fleira eigulegt – Fólk tekur vörur úr fjörunni og gámum“ Þannig hljómaði fyrirsögnin á forsíðu fréttatímans upp úr klukkan sjö að morgni fyrsta apríl. Einhverjir tugir þúsunda lásu fréttina og fólk magagleypti gabbið. Múgur og margmenni dreif sig út á Álftanes og ansi margt var um manninn í fjörunni yfir daginn og m.a.s. daginn eftir. Einhverjir komu með strætó á meðan aðrir komu akandi.
Flestir tóku gabbinu vel en einhverjir sem ætluðu sér að næla í nýja Iphone 13 Pro síma, létu Fréttatímann ,,heyra það“ í einkaskilaboðum og voru ansi pirraðir sumir hverjir. En þetta er nú bara einu sinni á ári og vegna þess að við slepptum að gabba á síðasta ári vegna covid, splæstum við í tvö göbb þetta árið.

Hitt gabbið var ,,Kristrún Frostadóttir formaður sameinaðs flokks Samfylkingar og Viðreisnar. Bjóða fólki að koma og þiggja léttar veitingar og fagna á Austurvelli til klukkan 17 í dag, – Samstíga í Evrópu- og auðlindamálum, tafarlaus innganga í ESB.
,,Við ætlum að bjóða fólki að koma og fagna með okkur á Austurvelli en veislan mun standa til klukkan 17 í dag, þiggja léttar veitingar og hvetjum bara sem flesta til að mæta og um að gera að mæta með blöður eða fána. Þá mun nýr formaður og fráfarandi formenn hitta fólk í Iðnó á milli klukkan 17 til 19 í kvöld.”
Það mættu einhverjir harðir stuðningsmenn með fána og blöðrur á svæðið en svo er bara að sjá hvort fréttin eigi eftir að rætast 🙂
Vörugáma rak á land á Álftanesi – Iphone 13 Pro símar, dýrar tölvur og áfengi í fjörunni
Kristrún Frostadóttir formaður sameinaðs flokks Samfylkingar og Viðreisnar
Discussion about this post