Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, greindi frá því í dag að Finnland yrði 31. ríki bandalagsins á morgun. Í mótmælaskyni ætla Rússar að efla herinn í Rússlandi við landamæri Finnlands.
„Við munum styrkja herdeildir okkar í vestri og norðvestri,“ segir Alexander Grúskó varautanríkisráðherra Rússlands, við rússneska ríkismiðilinn RIA Novosti.
Það er ljóst að Rússar verða enn meira einangraðir á alþjóðlegum vettvangi og hafa tapað öllum trúverðuleika um heim allan sem og viðskiptum. Þá stendur NATO öruggan vörð um sín aðildarríki gegn Rússum og staða Pútín verður sífellt veikari með hverjum mánuði sem líður frá því hann fyrirskipaði innrásina í Úkraínu með tilheyrandi viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi ofl.